Hugvekja Sigga III
febrúar 16, 2006
  IX 3 personu


Siggi reyndi að virkja ímyndunarafl sitt til að undirbúa kynningu sem hann þurfti að gera fyrir morgundagin. Hann hugsaði um veturinn sem leið. Hann hugsaði um jólin og fortíðina.


Nei bull það sem hann var í raun að hugsa var hvort að hann ætti að skrifa eitthverja kaldhæðnislega færslu á bloggsíðu fyrrverandi grunnskólabekkjar síns. Siggi hafði raun ekki hugsað um þau í langan tíma ekki fyrr en tveim dögum áður en hann fór út til barcelona, eftir jól. Í svölum neðanjarðar kaffihúsi þar sem mest splendid fólk íslands sat og drakk kaffi með heitir mjólk og spjallaði um Metacine og afrakstur Bergmans á sænskt nútima samfélag kom vinkona Sigga og sagði honum frá samkomu sem bekkjarfélagar hans höfðu skipulagt fyrir 20.jan. Siggi þverneitaði, hann hafði góða afsökun, hann væri ekki á landinu ekki fyrir 20.jan né hvaða 20 sem var. Siggi raun áttaði sig á því að hann hafði engan áhuga á því að sjá þau. Ekki að siggi hélt að hann væri betri en þau, kannski smá. Heldur þau voru hluti af fortíð sem hann skrifaði um í sumum handritum. Kannski var siggi bara ruglaður og hrokafullur.



Siggi var viss um þegar nær dró a dauða hans væri hann eflaust í allar samkomur sem þetta fólk bæði um en núna hafði hann engan áhuga að spekúlera í hve langt hafi liðið síðan að hann var í grunnskóla með hor í nefinu. Svo laug siggi um kaffihúsið það gerðist allt í kringlunni.

Siggi reyndi að virkja ímyndunarafl sitt til að undirbúa kynningu sem hann þurfti að gera fyrir morgundagin. Hann bloggaði frekar. Hann bloggaði um undarfarna daga. Hann bloggaði um castingið sem var í gær fyrir litháa leikstjóra sem vildi taka upp mynd í Barcelona einsog Woddy Allen. Haugur af fallegum kvennmönnum á aldrinum 24 til 31. Allar ráðvilltar um hvert ætti að fara og hvað ætti að segja. Siggi var glaður yfir þeirri ákvörðun að aldrei gerast leikari. Hann samt hugasði oft um að gerast tónlistarmaður. Þetta gerðist sérstaklega þegar hann hugsaði um kynlíf. Hann velti fyrir sér hver fengi meira að ríða tónlistarmenn eða leikstjórar.

Baskarnir í íbúðinni höfðu seinasta sunnudag ákveðið að legga internet kabal um íbúðina. Boruð voru göt máling eyðilög og puttar bólgnir. Sigg sagði brandara: " Hvað þarf marga baska til að skipta um ljósperu?" Baskastrákarnir hló smá og spurðu svo spurninga um íslenska húmor. Siggi sagði að það væri kúk og piss brandarar og túkalla brandarar. Þeir spurðu hvað væri túkall og siggi svaraði tíu evru sent.




 
Comments: Skrifa ummæli

<< Home
Gangandi krabbameinssprengjan, hann Siggi, skrifar frá Barcelona. Siggi skrifar um sig í 3 persónu. Hann veit ekki afhverju og hefur engan löngun til að vita. Kúkur, piss og haltu svo kjafti.

Nafn:

Siggi er gulur á fingrunum eftir tjöru. siggi er kúkabrún á rassinum og Siggi er í barcelona(ekki gleyma fyllibytta)

Geymslan
október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 /


Powered by Blogger