Hugvekja Sigga III
nóvember 29, 2005
  I 3 persona
Siggi vaknaði snemma á laugardegi. Hann opnaði augun og blótaði klukkuni. Lúrinn sem hann ætlaði að taka kvöldið áður hafði breyst í 9 klukkutimasvefn. Hann boraði í nefið á sér og reyndi að sofna aftur. Klukkutima seinna gafst hann upp og fór inní eldhús. Fyllti skál af morgunkorni og bölvaði spænskri mjólk. Hann kveikti á útvarpin og hlustaði á óskiljanlegar catalónskar raddir sem spiluðu slæma músík inn á milli. Siggi kveikti í sígarettu, sínum LogM sígarettum. Hann gónid á mjólkina sem var eftir á botninum og spurði sjálfan sig afhverju var spænskmjólk svona skrítin. Spurning sem hann hafði oft velt sér upp úr enn gat aldrei komist að niðurstöðu. Dagbókin hans var frekar tóm, kl 16 mæta í skólann til að leika í endurgerð á senu úr Godard mynd. Hann hafði sagt já útaf stelpu. Seinna um kvöldið var afmæliskvöldmatur á japönskum veitingastað. Siggi ákvað að setja í þvottavélina. Hann startaði henni en þurftu svo að slökkva á henni aftur þegar hinir íbúar íbúðarinnar vöknuðu. Hann sat í eldhúsi, keðjureykti og beið eftir því að sturtan stoppaði til á kveikja á þvottavélinni aftur. Hann endurtók þetta nokkrum sinnum. Um hálf 3 leytið fór hann af stað með metroinu í skólann til að taka þátt í endurgerðinni. Í metróinu góndi hann á skófatnað fólksins og velti fyrir sér ef skór hefðu aldrei verið til...Hann áttaði á sig að þessar hugsanir voru hundleiðinlegar og ákvað að fara í vikunni og kaupa sér ódýran mp3 spilara. Á tökustað voru fallegar konur um alla staði. Leikstjórinn spurði hvort Sigga hvort hann gæti ekki rakað af sér skeggið. Siggi sagði honum að éta skít auk þess að segja að hann leit ekkert einsog gaurinn sem var í senuni. Leikstjórinn sagði að hæðinn væri það sem skipti máli og að Siggi væri eini maðurinn sem gæti horft á brjóstinn á þessari konu.



Pierrot le fou var myndinn, myndbortið sem átti að endurskapa var frekar kjánalegt og illa lýst. Í myndinni voru allar konurnar berbrjósta. í þessu tilviki var ekki um að ræða berbrjósta kvennfólk. Siggi klæddi sig í jakkaföt og makeupstelpan greiddi á honum hárið.


Siggi hugsaði sér að segja eitthvað um lýsingun sem var greinilega illa gerð. Hann ákvað að halda kjafti og svara heldur spurningu belgísku gyðjunni sem hann stóð á móti. Hún spurði hann út í bindið. Siggi svaraði léttilega að þetta væri bindi sem hann hafði rænt frá einkaskólanum sínum. Hún hló og Siggi hló með.

Siggi var mjög hrifin af þessari belgastúlku. Hún var likleg í topp fimm listanum af fallegum konum sem hann hafði séð, ekki teljandi bío, blöð eða sjónvarp. Skotið var æft og svo tekið upp. Hún var hinsvegar gift. Aðeins þurfti tvær tökur þar sem Siggi hegðaði sér einsog atvinnumaður, auk þess að fá ekki standpínu þegar hann horfði á gerivörtunur á stulkunni standa út í kuldanum. Á meðan þetta gekk á voru undirbúningar fyrir afmæliðboðið. Gjöf hafði verið keypt og nú var tími til að fara afstað. Á japanska veitingastaðnum voru engir japanar, bara ýmsir asíubúar uppklæddir í 100 kr kímónum, en maturinn var góður. Siggi óvart reyndi meinlausa græna sósu með hrátúnfísknum sínum, andlit hans breytti um lit og hann hrópaði WAZABI, WAZABI.


7 vínflöskum seinna voru asíubúarnir byrjaðir að gefa gestunum illt auga. Siggi og félagar ákváðu að fara og halda áfram drykkjunni.

Kl 7 um morgunninn sofnaði Siggi. Seinna vaknaði hann með spýtu í munninum.
 
nóvember 27, 2005
  bio og svo fylleri


 
  Tikur og kærastar
you know you like it bitch!
 
Gangandi krabbameinssprengjan, hann Siggi, skrifar frá Barcelona. Siggi skrifar um sig í 3 persónu. Hann veit ekki afhverju og hefur engan löngun til að vita. Kúkur, piss og haltu svo kjafti.

Nafn:

Siggi er gulur á fingrunum eftir tjöru. siggi er kúkabrún á rassinum og Siggi er í barcelona(ekki gleyma fyllibytta)

Geymslan
október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 /


Powered by Blogger