Hugvekja Sigga III
desember 01, 2005
  II 3 personu
Siggi vaknaði með erfileikum um morguninn. Hann þauklaðist eftir gleraugunum sínum. Þegar hann setti þau á var stór fingrafaramerki á því. Heimur var einsog að horfa á sjónvarp mjög mjög nálægt. Daginn áður hafði hann farið og skoðað aðra íbúð. Hann var að leita að nýju herbergi. Núna var hann í herbergi með tveim hurðum en engum gluggum. Honum leist vel á herbergið og auk þess voru bara menn í íbúðinni og bara Baskar. Siggi var formlega í Baska aðdáendaklúbbnum. Siggi leit á klukkuna, hann var seinn í tíma. Tímarnir voru ekki í skólanum heldur í stúdíoi kennarans. Þar voru nemendur harðir að verkum í verkefni.


Verkefnið var að endurgera málverk en gera það með ljósmynd. Siggi labbaði framhjá hórum, sveittum pakistönum og dópnotendum á leiðinni í tíma. Honum fannst undarlegt að hórurnar væru þar klukkan 10 um morguninn og illa klæddar. Líklegast fengu þessar hóru oftar kvef en kynsjúkdóma. Kennarinn kom og ræddi við Sigga. Hann spurði hvort hafði fest sig við rúmið um morguninn og hvort það mundi gerast þegar Siggi sjálfur þurfti að gera sitt verkefni 14 desember kl 0700 um morguninn


Siggi spurði afhverju kennarinn væri að bögga sig þegar gaurin við hliðina á honum hafði komið seinna en hann. Þegar tíminn var búinn ákvað siggi að leita að strönd. Siggi labbaði hálfa strandlengjuna og fann tvo staði sem komu til greina.


Hafsvindurinn var viðbjóðslega kaldur og sandurinn fór inní skóna. Siggi þoldi ekki ströndina. Siggi hugsaði líka að hann væri líklega masókisti. Afhverju valdi hann málverk sem er á ströndinni og sem er með ljós sem birtist aðeins rétt áður en sólin kemur upp. Hora magcica kallaðist það hér á Spáni. Töfrastundinn. Skíta töfrastundinn.
 
Comments:
velkominn aftur félagi-þú ert núna uppáhalds bloggarinn minn!!
kemurðu heim um hátíðarnar?
viltu kort?
 
jamm
 
Skrifa ummæli

<< Home
Gangandi krabbameinssprengjan, hann Siggi, skrifar frá Barcelona. Siggi skrifar um sig í 3 persónu. Hann veit ekki afhverju og hefur engan löngun til að vita. Kúkur, piss og haltu svo kjafti.

Nafn:

Siggi er gulur á fingrunum eftir tjöru. siggi er kúkabrún á rassinum og Siggi er í barcelona(ekki gleyma fyllibytta)

Geymslan
október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 /


Powered by Blogger