Hugvekja Sigga III
mars 28, 2006
  XI 3 personu
Siggi sat og hlustaði á Tom Waitts humlandi um hóruna frá Minnieapolis. Siggi reykti síðustu sígarettuna sína. Brennadi öskurnar kölluðu á aðra sígarettu en engin líkkistunagli var í íbúðinni. Svarthol hafði opnast og breytt tóbaki í orku. Hann ætlaði seinna niður og kaupa nýjan pakk og kannski fá sér að borða líka. Húsið við hliðina lá í rústum. Þessi mánudagur var ekki ólíkur rústunum við hliðina. Siggi var í fríi mánudaga og ofstast fólst í því að gera ekki baun í bala, líkt og rústirnar fyrir utan gluggann.

Sigga fannst flott að nota myndlíkingar á mánudögum. Siggi sast niður aftur eftir að hafa migið í klósettið sem hann þurfti að þrífa á einhvern tímann á næstu dögum. Ef hann hreinsaði það ekki var refsinginn þúng. Hún fólst í því að sitja í sófanum og borða mat sinn án hnífs eða gaffals. Siggi hafði keypt sér risapálma að borða seinasta laugardag. Bakarinn sem hafði Siggi hafði keypt Pálman hóstaði skelfilega og var með undarlega flekki á andlitinu. Sigga var alveg sama,

Siggi var einog kjáni á gangandi niður Sundabraut kl 17:30, jú hann áttaði sig á bílunum en fannst fínt að labba.........Siggi gat ómögulega endað þessa myndlíkingahverfingu. Það versta við Mánudag var það að fólk hringdi oft í hann á mánudögum, þrisvar, fjórum sinnum á dag. Seinasta mánudag voru 3 skilaboð í talhólfinu og farsíminninn fullur af leiðinlegum txt skilaboðum: "Fundur á...", Getum við hist..." "Mundu eftir...", "Haltu kjafti..." Ástæðan voru tökur, Siggi var að undirbúa sitt fyrsta verkefni á filmu og auk þess af greiðsemi hafi hann skuldbundið sig í minidigital tökur næstu helgi. Hálftómi öskubakkinn var við hliðina, tveir sígarettustubbar nudduðust upp við kvorn annan í öskubaði. Siggi var fullur löngun í Sígó.

Auðvita kláraði Siggi sitt verkefni með stæl. Fyrstu tökur Sigga á filmu höfðu tekist frekar vel. Eina sem var dátlítið vandræðalegt var það að í einu skot stendur aðalpersónan upp. Þetta væri venjulega ekki vandamál nema hvað siggi hafði ekki reiknað með því og þannig að ljósið lýsti upp rassinn á leikaranum. Annars nennti siggi ekki að skrifa meira.
 
Comments:
Halló Siggi. Ertu ekkert að hugsa um að hætta þessum sígarettureykingum? Það er ekki kúl að reykja!
 
jú það er cool!
 
Reykingar drepa fasistan í þér.
 
Skrifa ummæli

<< Home
Gangandi krabbameinssprengjan, hann Siggi, skrifar frá Barcelona. Siggi skrifar um sig í 3 persónu. Hann veit ekki afhverju og hefur engan löngun til að vita. Kúkur, piss og haltu svo kjafti.

Nafn:

Siggi er gulur á fingrunum eftir tjöru. siggi er kúkabrún á rassinum og Siggi er í barcelona(ekki gleyma fyllibytta)

Geymslan
október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 /


Powered by Blogger